Vikupóstur 6.september

06. 09. 2018

Haustið á Móholti hefur gengið vel. Á deildinni eru 24 börn og fjórir kennarar starfa að staðaldri á deildinni, Alda deildarstjóri, Rósa, Villa, Aimee og Sessý (stuðningur)

  • Hreyfing hefst hjá okkur miðvikudaginn 12 sept. Katla kennir hreyfingu og öll börnin eiga að koma með stuttbuxur og stuttermabol sem við geymum í leikskólanum. Í hreyfingu skipta börnin um föt og þá eru þau að æfa sig að klæða sig í og úr. Hreyfingin verður á miðvikudögum í vetur. Gott væri ef allir kæmu með íþróttaföt á mánudaginn svo allt sé tilbúið fyrir fyrsta íþróttatímann.

  • Í byrjun september byrjuðum við að vera með veðurfræðing og borðþjóna og eru börnin mjög spennt fyrir því að fá taka þátt í þeim verkefnum. Veðurfræðingur segir hvernig veðrið er og í hvað börnin eiga að klæða sig, bjóða upp á morgunávöxtinn og segja hverjir eru borðþjónar.

  • Borðþjónar leggja á borð og sækja matinn inn í eldhús. Einnig fá þau að fara og sækja meiri mat ef það vantar í skálarnar á borðinu.

  • Við viljum vekja athygli á því að mikilvægt er að hafa aukaföt í körfum barnanna. Við viljum að í körfunni sé: 2 sokkar, 2 buxur, 2 bolir,og nærföt. Á Bæjarbóli er oftast farið út tvisvar á dag og því er mikilvægt að hafa aukaföt. Ef börnin blotna þá verða blaut föt sett í hólfið, vinsamlegast fylgist vel með hólfum barnanna.

Starfsfólk Móholts hlakkar til að vinna með börnunum og ykkur foreldrunum í vetur og óskum eftir góðu samstarfi til að öllum líði vel í leikskólanum.

Bestu kveðjur

Rósa, Villa, Alda, Aimee og Sessý

© 2016 - 2019 Karellen