news

Vikupóstur 28. september

01. 10. 2018

Í vikunni byrjaði:

Þema: Í vetur ætlum við að vinna með Vináttu verkefnið í þemastundum og leggjum áherslu á umburðarlyndi, umhyggju, virðingu og hugrekki. Blær er bangsi sem fylgir með námsefninu Vinátta. Hægt er að kynna sér nánar námsefnið á heimasíðu barnaheilla

Blær bangsi fær að vera með okkur í Vinastundunum og einnig geta börnin leikið með hann inni á deild. Blær bangsi á heima á Bæjarbóli og er geymdur þar.

Lesmál: Deildinni er skipt upp í 3 hópa og ein bók lesin í heila viku og börnin læra eitt orð úr bókinni. Í lok vikunnar teikna börnin mynd úr bókinni. Bækurnar eru valdar út frá Vináttuverkefninu.

Markviss málörvun: Börnin fara í Markvissa málörvun tvisvar í viku.

Börnin fara í litlum hópum í listasmiðju einu sinni í viku.

Stundatafla hangir frammi á gangi þar sem allir geta kynnt sér skipulagið okkar fyrir vikuna

Einnig viljum við hvetja ykkur foreldra til að lesa upplýsingatöfluna okkar sem hangir frammi á gangi, þar skrifum við það helsta sem gerist yfir daginn hjá okkur og hvað er framundan.

1. Okt. byrjar nýr starfsmaður á deildinni, heitir hún Sigurlína og er hún leikskólakennari.

Sigurlína hefur lengið unnið á leikskóla og hefur því mikla reynslu af þeim störfum.

Bjóðum við hana velkomna til starfa.

Svona í lokin væri mjög gott ef þið foreldrar mynduð skoða í körfur barna ykkar, mikið af aukafötum er farið að vanta í þær.© 2016 - 2019 Karellen