news

Vikupóstur 25. maí

05. 06. 2019

Sæl verið þið foreldrar á Móholt.

Á morgun er leikfangadagur.

Við höfum haldið áfram með dýraþemað eftir sveitaferðina og í þessari viku eru börnin að teikna dýr í þemastundum.

Sumarblómin sem börnin sáðu fyrir í lok mars voru send heim í vikunni. Þetta eru flauelsblóm og þau ættu að pluma sig úti í garði eða á svölum í sumar.

Á mánudag fórum við í okkar vikulegu gönguferð, í þetta sinn að trénu okkar til að taka myndir af því í vorbúningi með börnunum. Við lékum líka í leiktækjunum sem eru í nágreninu.

Í söngssal á morgun munu Móholtsbörn syngja Dýravísur (sem byrja svona – nú skal syngja um kýrnar sem baula hátt í kór) við höfum æft stíft undanfarið. J Náttsól ætlar að kynna lagið.

Í næstu viku eru skipulagsdagar 29. og 31. maí, þá er leikskólinn lokaður.

Myndirnar sem fylgja með eru úr gönguferðinni og börnunum með blómin sín.

Bestu kveðjur

Sigurlína

© 2016 - 2020 Karellen