Vikupóstur 21. febrúar

14. 03. 2019

Sæl verið þið foreldrar á Móholti.

Á morgun er dótadagur og dans, danstíminn okkar er kl. 10:15.

Nokkur börn eru í vetrarfríi og við óskum þess að þau hafi það gott og skemmti sér vel með fjölskyldunni sinni.

Undanfarið hafa börnin verið að vinna með trölladeig, afraksturinn má sjá í gluggunum inni á deild hjá okkur. Í þessari viku eru öll börnin búin að mála stóra mynd með þekjulitum þær hanga inni í föndurherbergi svo það er líka hægt að kíkja á þær. Ég vil leggja áherslu á að börmin prófi ýmsan skapandi efnivið og skapi úr honum eftir eigin höfði og fái tækifæri til að prófa sig áfram með efnin. Þeim finnst flestum mjög gaman að mála og ég stefni að bjóða oft upp á vatnsliti og þekjuliti en einnig efni til að vinna í þrívídd eins og trölladeig.

Í dag er svo mikið svell í garðinum að við þorðum ekki að hleypa börnunum þangað. Þau fóru öll út á stéttina vestan við húsið og fóru í hlaupa og klukk-leiki með starfsmönnum deildarinnar. Það var mikið fjör og góð súrefnisinntaka.

Endilega skoðið í körfuna með óskilafötunum sem er á ganginum fyrir framan deildina þar gæti leynst eitthvað frá ykkur.

Munið líka að merkja föt barnanna. Það auðveldar bæði ykkur og okkur lífið. J

Bestu kveðjur.

Sigurlína

© 2016 - 2019 Karellen