news

Vikupóstur 12. apríl

12. 04. 2019

Sæl verið þið foreldrar á Móhoti.

Nú þegar hefur hlýnað og suma daga er nokkuð þurrt er ákaflega spennandi að fara út í úlpu, húfu og skóm. Við kennararnir höfum þá áhyggjur af þem sem eru í þunnum buxum eða sokkabuxum að þeim verði kalt á fótleggjum. Sum börnin eiga þykkar buxur/flísbuxur eða vindbuxur það er mjög gott að hafa þær með þessa dagana til að losna við pollabuxur og snjóbuxur.

Smá skó umræða líka, það er ekki pláss í skóhillunum fyri þrenna skó fyrir hvert barn svo endilega veljið á morgnanna hvort kuldaskór eða strigaskór eiga við þann daginn. Stígvél eru viðeigandi allt árið að mínu mati. Fyst ég er farin að tala um skó langar mig að nefna að reimaskór eru ekki sérlega vinsælir hjá starfsmönnum leikskóla (nema barnið sé búið að læra að reima sjálft) en við blátt áfram dáum strigaskó með frönskum rennilás. ????

Í þessari viku hafa börnin verið að gera páskaföndur sem þau koma væntanlega með heim í næstu viku.

Bestu kveðjur.

Sigurlína.

© 2016 - 2020 Karellen