Vikupóstur 11. október

11. 10. 2018

Takk fyrir góða mætingu í morgun, ef einhverjar spurningar vakna eftir þessa kynningu þá endilega verið í sambandi við okkur.

Þessa vikuna höfum við verið að æfa okkur í rími og hlusta á hljóð í Markvissi málörvun

Lesmálið hefur gengið vel og vorum við í morgun að teikna mynd úr bókinni sem við höfum verið að lesa .

Í salnum á morgun ætlum við að syngja lagið um fötin-Fatavísur og er hún Þórhildur kynnir.

Í listasmiðju voru börnin að gera bleika mynd í tilefni bleika dagsins á morgun J

Minnum alla á að koma í einhverju bleiku

Skóladagatalið er komið inn á heimasíðu okkar.

Takk fyrir góða viku og góða helgi.

© 2016 - 2019 Karellen